Hafnargata 29, Reykjanesbær
69.500.000 Kr.
Fjölbýlishús
3 herb.
179,9 m2
69.500.000
Stofur
1
Herbergi
3
Baðherbergi
2
Svefnherbergi
2
Byggingaár
2019
Brunabótamat
70.000.000
Fasteignamat
66.000.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Eignasala.is
Skilalýsing
3 ja herbergja penthouse ibúð merkt 0502
Almennt
Um er að ræða fjöleignarhús með samtals 17 íbúðum og einni verslun í Reykjanesbæ.  Húsið er á fimm hæðum ásamt kjallara sem er undir íbúðum, auk sameiginlegrar geymslu fyrir hjól og vagna.  Stæði í bílageymslu fylgir öllum íbúðum og er aðgengi að bílgeymslu um kjallara.  Eitt stæði er fyrir hreyfihamlaða í bílageymslu.  Bílageymsla er óupphituð en lokuð.  Ein lyfta er í húsinu.  Íbúðirnar eru af ýmsum stærðum og gerðum.  Sjö tveggja herbergja íbúðir.  Fimm þriggja herbergja íbúðir með auka baði inn af svefnherbergi.  Þrjár þriggja-fjögurra herbergja íbúðir.  Ein tveggja herbergja penthouse íbúð með þvott inn á baði.  Ein stór þriggja herbergja penthouse íbúð.  Íbúðirnar eru með opnar svalir sem snúa til austurs og vesturs.  Sér þvottaherbergi er í öllum íbúðum nema einni.
Frágangur utanhúss
Húsið er byggt úr járnbentri steinsteypu, einangrað með 120 mm steinull og klætt að utan með hvítri fínni báru álklæðningu og sléttri dökkgrárri klæðningu úr 2 mm álplötum að hluta.  Útveggir svölum efstu hæðar til vesturs eru að klæddir með 22mm bandsöguðu greni og er það klætt lárétt.  Steyptir veggir milli svala, þar sem svalir / sérnotasvæði liggja saman.  Bílgeymsla og aðrir garðveggir er filtaðir.  Svalir efstu hæðar til vesturs eru hærri en gólf íbúðar.  Svalir sem einnig eru þakflötur íbúða á 4.hæð eru einangraðar með dúk og hellu/timbur gólfi.
Þak
Lághalla þak á húsi er bæði steinsteypt og timbur með 200 mm einangrun, frágengið með sarnafil dúk.
Svalir
Svalargólf, gangar í kjallara og bílgeymslu eru staðsteyptir og bollaslípaðir, einnig eru eru loft bollaslípuð. Svalahandrið koma ofan á svalagólf og verða úr málmi og gleri.  Á svölum íbúða er útiljós og rafmagnstengill.
Gluggar og hurðir
Gluggar eru ál-timburgluggar frá Gluggasmiðjunni.  Gluggar eru settir í eftirá.  Gluggakarmar eru úr furu, hvítmálaðir að innan en álklæddir að utan.  Opnanleg fög og svalarhurðir eru úr áli.  Allt gler er tvöfallt K-gler. Útihurðir eru smíðaðar úr áli og settar í eftir á.
Lóð
Gangstéttir eru steyptar/hellulagðar . Íbúðum á 1. hæð fylgir sér afnota svæði á þaki bílgeymslu.  Sérafnotasvæði eru frágengin með timburpalli að hluta.  Stakstæð sorpskýli eru á lóð sunnan bílskýlis.
Seljandi áskilur sér rétt til  breytingar á lóð vegna legu hennar.  Einnig steyptra veggja við götu.
Frágangur innanhúss
Innveggir eru ýmist staðsteyptir eða léttir gipsveggir með málmgrind, einangraðir og klæddir tvöfaldri gipsklæðningu beggja vegna.  Allir veggir og loft eru sandspörtluð, grunnuð og máluð í ljósum lit.  Andyri, gangur, stofa, eldhús, geymsla og svefnherbergi eru afhent án gólfefna en eru flotuð.  Gólf þvottaherbergja og baðherbergja eru flísalögð ljósgrá 60x60.  Veggir að gólfsturtum baðherbergja eru flísalagðir að hluta.  Ófrágengin gólf, þar sem kaupandi leggur til gólfefni sjálfur, skulu uppfylla ákvæði byggingarreglugerðar um hljóðvist í íbúðarhúsnæði.  Vatnslagnir ofnhitakerfis er rör í rör frá Tengi.
Flísar eru frá Byko og/eða Álfaborg.  Mora hreinlætis- og blöndunartæki frá Tengi hf. Smiðjuvegi 11a.  Eldhústæki eru frá GKS.  Öllum íbúðum fylgir spanhelluborð, blástursofn, uppþvottavél, ískápur, vifta/háfur, sorpflokkun í vaskaskáp eldhúss, led ljós m/fjarstýringu, led ljós á baði. 
Herbergi og andyri
Innihurðir eru frá Byko.  Hurðir eru sléttar yfirfelldar, hvítar að lit.  Fataskápar eru frá GKS og eru í öllum svefnherbergjum og andyri.  Fataskápar eru hvítir að lit, hurðir skápa eru Melamine laser edge, 18 mm þykkar með höldum.  Í fataskápum eru grindur á brautum.  Hæð fataskápa er 2400mm, sökkull 100mm, heildar hæð fataskápa er ca.2500mm.
Stofa
Stofur eru almennt með gólfsíðum gluggum, að undanskilinni íbúð 0501 og 0502. Þar eru svalir 25 cm hærri í vestur svölum.  Engir sólbekkir eru í stofu eða herbergjum.  Útgengt er úr stofum á svalir íbúða.
Eldhús
Eldhúsinnréttingar eru að gerðinni Nobilia frá GKS.  Hurðir eru úr 22mm MDF-plötum með rúnuðum brúnum, yfirborðið er INLINE Touch matt lakkað efni.  Hæð neðriskápa er 720mm og efriskápar eru 718mm, háir skápar eru 2183mm, sökkull 150mm, heildar hæð innréttingar er 2333mm.   Allar lamir og skúffubrautir eru með ljúfklokun. Borðplata 38mm plastlögð m/ beinum kanti. Höldulausar innréttingar.  Gert er ráð fyrir útloftun eldhúsa fyrir ofan efri skápa.
Baðherbergi
Innrétting á bað matt lökkuð INLINE Touch frá GKS með 38mm harðplast borðplötu.  Salerni er innbyggt í vegg með hæglokandi harðri setu.  Sturta með hitastýrðu blöndunartæki.  Handlaug er hvít með einnar handar blöndunartæki.  Ekki er gert ráð fyrir útblæstri frá þurrkara.  Vélræn útloftun, en til þess að hún hafi fulla virkni þarf að tryggja innstreymi lofts öllum stundum, í gegnum lofttúðu og/eða opnanleg fög.
Rafmagn
Rofar og tenglar eru hvítir. Tölvutenglar í svefnherbergjum og stofu.  Ljósleiðari dreginn inn í tengiskáp innan í íbúða.  Mynddyrasími er í öllum íbúðum.  Kúplar í baðherbergi.  Önnur ljós innan íbúðar fylgja ekki.  Útiljós við innganga og svalir eru frágengin.  Öll ljós í sameign eru frágengin.
Sameign
Andyri í sameign eru flísalögð, en stigar og stigagangar teppalagðir.  Handrið eru úr járni og sprautuð.  Hljóðlátar lyftur frá KONE, með GSM neyðarsíma.  Öll rými í sameign, s.s. tæknirými, geymslum, hjóla- og vagnageymslum eru flotuð og máluð.  Veggir eru bollaslípaðir og málaðir.
Geymslur í kjallara
Steyptir veggir eru pússaðir eða bollaslípaðir. Allir veggir eru málaðir ljósum lit en loft í dökkum lit (svart / dökkgrátt).  Léttir geymsluveggir eru úr málmgrind og gipsklæddir beggja vegna.  Geymsluveggir eru með 200mm bil við loft vegna loftskipta og reykræstingar.  Hurðar hvítlakkaðar með bili fyrir loftun.  Taka þarf tillit til stofnlagna við loft.
Bílgeymsla
Steyptir veggir eru slípaðir og ómálaðir. Gólf eru vélslípuð.  Sprungur geta myndast á yfirborði gólfsins sem verða ekki meðhöndlaðar frekar.  Bílgeymsluhurð er með sjálfvirkum opnunarbúnaði og einni fjarstýringu á hvert stæði.
Búið er að leggja rör og dósir að hverju bílastæði í bílgeymslu fyrir rafmagnstengingu vegna hleðslu rafbíla.  Ídráttur og tenging raflagna að bílastæðum í bílgeymslu er á kostnað kaupenda.
 
Nánari upplýsingar á skrifstofu Hafnargötu 90a í síma 420-6070 eða eignasala@eignasala.is
Aðalhönnuður:            Þorleifur Björnsson.  Glóra ehf.  Hafnargötu 27a.  230 RNB.
Burðarþolshönnun:     Óskar Ásgeirsson.  Glóra ehf.  Hafnargötu 27a.  230 RNB
Lagnahönnun:           Óskar Ásgeirsson.  Glóra ehf.  Hafnargötu 27a.  230 RNB

Raflagnahönnun:       Voltorka ehf.  Skútuvogi 10f.  104 Reykjavík
Seljandi:                    Upp-sláttur ehf. Viðarás 79. 110 Reykjavík
 
Senda fyrirspurn vegna

Hafnargata 29

CAPTCHA code


Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari