Fleiri íbúðir í söluferli á næstunni
3. mars 2025

14 íbúðir í Risadal 2-4 fara í söluferli á næstunni
Vel hefur gengið að afhenda nýjum eigendum íbúðir og hefur nú verið flutt inn í allar selda íbúðir. Á sama tíma halda framkvæmdir áfram af fullum krafti í öðrum götum hverfisins og nú hyllir undir að byrjað verði að setja fleiri íbúðir í söluferli. Þar er um að ræða samtals 14 íbúðir, 2.-4. herbergja, í Risadal 2-4 sem er í nyrsta hluta þessa nýja hverfis sem byggist nú hratt upp.