Dalshverfi III – 1. Áfangi
260 Reykjanesbæ 

Brekadalur 68-72, Risadalur 5, Dísardalur 1-9.


Skilalýsing 

Um er að ræða fjölbýlishús á tveim hæðum. Húsin eru 20 talsins og liggja á lóðum Dalshverfi III í Innri-Njarðvík, 260 RNB. Fjölbýlishúsin eru alls um 11.000 birtir fermetrar.

Íbúðirnar eru ýmist 2ja, 3ja og 4ra herbergja. Eignum verður skilað fullfrágengnum að innan sem utan.

Burðarvirki hússins eru forsteyptar einingar frá Einingaverksmiðjunni. Útveggir eru svokallaðar samlokueiningar með 7 cm veðurkápu.


Þakplata er varin með tveim lögum af viðurkenndum heilbræddum þakpappa, einangrað með XPS einangrun , jarðvegsdúk og lagi af harpaðri þakmöl með kornastærð 60-80mm.


Gluggar eru verksmiðjuframleiddir ál/timbur gluggar, hurðir og opnanleg fög eru úr áli frá BYKO. Litur hvítt að innan og svart að utan. Ábyrgð framleiðanda er samkvæmt skilmálum framleiðanda.


Svalir eru forsteyptar og burðarsúlur/vinklar settir til styrkingar, og eða halfen festingar steyptar inn í burðarvirki sbr. verkfræðihönnun og framleiðsluhönnun Einingaverksmiðjunnar. Svalahandrið eru málmrimlaverk.

Á jarðhæð er hjóla- og vagnageymsla í sameign. Gólf í inntaksrými og hjóla- og vagnageymslur verða máluð. Inntaksrými og hjóla- og vagnageymslur eru innan sama rýmis.


Sorptunnuskýli og eða djúpgámar eru samkvæmt lóðarblaði á sameiginlegu svæði. Seljandi áskilur sér rétt á að setja einungis djúpgáma, staðsetning samkv. lóðarblaði.

Bílastæði eru samkvæmt skipulagsskilmálum og hönnunargögnum. Stæði eru áætluð fyrir hreyfihamlaða. Bílastæði eru malbikuð, afmörkuð með kantsteini að utanverðu en merkt með málningu. Gönguleiðir eru ýmist hellulagðar (með t.d. 30x30 hellum), steyptar og eða malbikaðar. Lóð er að öðru leyti tyrft. Hlutir sameiginlegrar lóðar er ósnert land. Sérnotarými íbúða(pallar) á jarðhæð eru ýmist hellulögð (með t.d. 30x30 hellum) og eða timburpallar. Efnisval óráðið og áskilur seljandi sér rétt á að velja efni á síðari stigum framkvæmda.

AFHENDINGARTÍMI: október´24 – mars ´25.


Þar sem langt er eftir af framkvæmdatíma áskilur byggingaraðili/seljandi sér rétt á seinkun

afhendingar útfrá skilalýsingu þessari.B


Kaupandi greiðir skipulagsgjald eignarinnar þegar það fellur til.



Dags. 14.3.2024.


SELJANDI: Grafarholt ehf - byggingafélag

BYGGINGARAÐILI: OS byggingar ehf.

INNRÉTTINGAR: Innréttingar eru samkv. arkitektarhönnun og verða frá HTH eða sambærilegum gæðum.


ELDHÚS: Innrétting í eldhúsi er samkvæmt teikningu og með ljúflokunarbúnaði á skúffum. Með eldhúsinnréttingu fylgir, bakaraofn, helluborð, og háfur með kolasíu af viðurkenndri frá AEG eða

sambærilegt. Blöndunartæki verða af vandaðri gerð t.d Grohe eða sambærilegt. Borðplata verður úr

plastefni. Litir og endanlegt efnisval er óráðið og áskilur seljandi sér rétt til breytinga á framkvæmdaferli.


BAÐHERBERGI: Veggir á baðherbergi eru flísalagðir á 2 eða 3 veggi, upp að 2,1m. Flísar á baði verða

30x60cm eða 60x60cm á veggjum (þar sem við á) og gólfi, Álfaborg eða sambærilegt. Öll salerni eru

upphengd og innbyggð í vegg. Á baði er handklæðaofn. Sturta er í öllum íbúðum og sturtubotn

flísalagður. Engir speglar eru á baðherbergi.


HREINLÆTISTÆKI: Öll blöndunartæki eru af vandaðri gerð, Grohe eða sambærilegt.


HURÐIR: Innihurðir eru yfirfelldar af vandaðri gerð og áferð er hvíttuð eik eða sprautulakkað hvítt. Ringo

eða sambærilegt.


MILLIVEGGIR: Léttir innveggir eru úr Y-TONG gipshleðslusteinum.


GÓLFEFNI: Gólf eru parketlögn í herbergjum og alrými, seljandi áskilur sér rétt á að nota vinylparket í alrými og herbergjum sem og andyri. Öll votrými (baðherbergi og þvottahús) skulu flísalögð. Gólfefni erBíl

frá Álfaborg eða sambærilegt.


PÍPULAGNIR: Lagnir verða samkv. lagnahönnun og allt efni af vottaðri gerð.


RAFKERFI: Raflögn verður samkv. raflagnahönnun og allt efni af vottaðri gerð.


MÁLNING: Allir út- og innveggir eru sandspartlaðir og fullmálaðir með ljósri málningu, gljástig 5 eða sambærilegt. Loft eru slípuð og sandspörtluð. Loft eru grunnuð og máluð með tveim umferðum af

plastmálningu, gljástig 2 eða sambærilegt.


LOFTRÆSTING: Vélræn loftræsting er í baðherbergjum og eldhúsi. Önnur rými eru loftuð með náttúrulegri loftræstingu.a


BRUNALÝSING: Allar íbúðir samræmast samþykktri brunahönnun.


Stefnt er að Svansvottun íbúðanna í Dalshverfi III.

Frágangur utanhúss

Sameign

Lóð

Frágangur innanhúss

Hönnuðir: 

Byggingastjóri: 

Guðmundur Pétursson, byggingatæknifræðingur. 

Arkitektahönnun: 

i62 ehf – Ragnar Magnússon. 

Burðarþols- og lagnahönnun: 

Riss ráðgjöf ehf. 

Raflagnahönnun: 

Voltorka ehf. 

Landslagshönnun: 

Landslag ehf. 

Framleiðsluteikningar: 

Einingaverksmiðjan ehf.